Háskóli Íslands

Rannsóknarniðurstöður kynntar við Harvard háskóla

Í byrjun desember 2016 lögðu starfsmenn rannsóknastofunnar land undir fót og kynntu margvíslegar rannsóknaniðurstöður á ráðstefnunni The Association for Moral Education (https://ameconference2016.org/). Ráðstefnan sem haldin var í Harvard háskóla í Boston var að þessu sinni tileinkuð umræðu um borgaralega þátttöku. Fjallað var meðal annars um skilgreiningar hugtakanna borgaravitund og borgaraleg þátttaka og hvernig þær hafa víkkað.

Fram kom að borgaraleg viðfangsefni unga fólksins í nútímasamfélagi taka á sig ýmsar myndir og hvernig tæknibyltingin hefur skapað ný tækifæri á hinum borgaralega vettvangi. Jafnframt var áhugaverð sú áhersla sem rædd var á þinginu að leggja yrði meiri rækt við siðferði borgaranna í tengslum við borgaravitund. Fræðimenn frá öllum heimshlutum kynntu hvernig hlúa mætti að þessum þáttum í menntun barna og ungmenna. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is