Háskóli Íslands

Ný íslensk fræðibók með rannsóknum um ungt fólk

Komin er út ný ritstýrð fræðibók:  Ungt fólk. Tekist á við tilveruna (2016). Ritstjórar bókarinnar eru prófessorarnir Guðrún Kristjánsdóttir, Sigrún Aðalbjarnardóttir og Sóley S. Bender.

Fjórir starfsmenn rannsóknastofunnar eiga kafla í bókinni. Sigrún Aðalbjarnardóttir sem fjallar um seiglu ungmenna; Kristjana Stella Blöndal og Sigrún Aðalbjarnardóttir fjalla um farsæla skólagöngu ungmenna og þátt foreldra; Ragný Þóra Guðjohnsen og Sigrún Aðalbjarnardóttir fjalla um uppeldisaðferðir foreldra og viðhorf ungmenna til virkrar borgaralegrar þátttöku og Steinunn Gestsdóttir fjallar um sjálfstjórn og farsælan þroska.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is