Háskóli Íslands

Um rannsóknarsetrið

Rannsóknastofan Lífshættir barna og ungmenna var stofnuð árið 2006 og er rannsókna- og fræðslusetur sem heyrir undir Menntavísindastofnun. Forstöðumaður stofunnar er Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor í uppeldis- og menntunarfræðum en jafnframt starfa þar átta starfsmenn á hinum ýmsu fræðasviðum sem varða þroska og lífshætti barna og ungmenna.

Rannsóknastofan stendur að margvíslegu rannsóknastarfi bæði hérlendis og erlendis á fræðasviðum sem lúta meðal annars að samskiptum, menntun, áhættuhegðun, seiglu, borgaravitund, stöðu ungmenna af erlendum uppruna, gildismati og lífssýn barna og ungs fólks. Jafnframt er fengist við rannsóknir á uppeldisháttum sem styðja við velferð og heilbrigða lífshætti barna og ungmenna. Stofan leggur áherslu á að birta rannsóknaniðurstöður í ritrýndum tímaritum og á fræðilegum vettvangi en jafnframt er lögð áhersla á samstarf við fagfólk á vettvangi og að miðla rannsóknaniðurstöðum til þeirra.

Tölvupóstur: sa@hi.is

Vinnusími: 525-4515

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is